STÉTTARFÉLAG SÍÐAN 1919
BRÚ félag stjórnenda á sér langa og farsæla sögu. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1919 þegar Verkstjórafélag Reykjavíkur var stofnað. Fyrstu áratugina sinnti félagið hagsmunabaráttu verkstjóra en þegar leið á 20 öldina var félagið opnað fyrir aðra stjórnendur og nafni þess breytt í BRÚ félag stjórnenda. Fyrir utan hagsmunabaráttu og aðstoð við félagsfólk hafa orlofsmál alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og árið 1973 eignaðist félagið fyrsta orlofshúsið. Félagið er aðili að stjórnendanáminu við Háskóla Akureyrar, sem er 100% fjarnám. Félagið hefur alla tíð staðið fyrir skemmtunum fyrir félagsfólk og hefur jólaball félagsins verið haldið á hverju ári allt frá 1919. 100 ára afmælishátíð félagsins var haldin í Háskólabíó með stórtónleikum að viðstöddum fjölda félaga. Framtíð Brúar er björt, stefna hefur verið mörkuð til að starfið verði enn þá öflugra og betra í framtíðinni
STJÓRN BRÚAR

SIGURÐUR
KRISTINSSON
Ritari

PÁLÍNA KRISTÍN
ÁRNADÓTTIR
Meðstjórnandi

FRIÐRIK AUÐUNN
JÓNSSON
Gjaldkeri

EYRÚN HULD HARÐARDÓTTIR
Varamaður

ÁSMUNDUR JÓNSSON
Varamaður

HÓLMFRÍÐUR ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR
Varamaður
IÐGJÖLD Í SJÓÐI
Samband stjórnendafélaga (STF) sér um innheimtu á gjöldum fyrir Brú félag stjórnenda:
- Félagsgjald er 0,7% af heildarlaunum
- Sjúkrasjóður er 1% af heildarlaunum
- Orlofssjóður er 0,25% af heildarlaunum
- Starfsmenntasjóður er 0,4% af heildarlaunum
- Stéttarfélagsnúmer 931
Reikningsnúmer: 0130-26-375
Kennitala: 680269-7699
Fyrirspurnir varðandi skilagreinar skal senda á: skbiv@stf.is
Félagsgjald er dregið af launum félagsfólks en vinnuveitandi greiðir iðgjöld í aðra sjóði félagsins.