VELKOMIN Í BRÚ

FÉLAG STJÓRNENDA

Lífsgæði og öryggi

GANGA Í FÉLAGIÐ

Fréttir af félaginu.

01 Mar, 2024
Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa , hefst þann 28. febrúar og stendur til 11. mars. Á þeim tíma hafa félagsmenn forgang í orlofshús í eigu síns félags. Greiða þarf fyrir 13. Mars. Seinni úthlutun er 14 til 18 mars greiða þarf 19. mars. Sumarleiga orlofshúsa er frá miðvikudegi, kl. 16:00 til miðvikudag, kl. 12:00, á tímabilinu 31. maí til 13. September. Sótt er um á Orlofsvefum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun. https://www.orlof.is/vssi/site/apply/apply.php Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. ATH greiðslutíma Varðandi umsóknir fyrir maí, sendið þær á bfs@bfs.is þar sem við þurfum að raða þeim saman með viðhaldsvinnu í húsunum.
31 Jan, 2024
Að gefnu tilefni. Varðandi sumarúthlutun orlofskosta okkar verður opnað fyrir umsóknir um miðjan mars og úthlutað samkvæmt punktastöðu hvers aðila en ávinnsla þeirra er einn punktur á mánuði. Við úthlutunn dragast frá 36 punktar. Ekki stendur til hjá okkur að setja orlofskosti okkar í happdrættispott. Brú | Úthlutunarreglur (bfs.is)
04 Jan, 2024
Jólagleði Brúar 2023
SKOÐA ELDRI FRÉTTIR

Hvers vegna að vera

félagi í Brú?

Félag sem mætir þörfum félagsmanna.

Traust og vel stætt félag.

Góðar tryggingar.

Traustir kjarasamningar.

Margskonar styrkir. (einn styrkur skerðir ekki annan)

Mikil og góð orlofshlunnindi.

Aðstoð við að leysa úr vinnutengdum vandamálum.

Stjórnendanám

Félagar njóta fjölbreyttra orlofshlunninda.


7 sumarhús, tvö hjólhýsi og orlofsstyrkir.

Margskonar stuðningur við félagsfólk í leik og starfi.


Einn styrkur skerðir ekki annan. 

Góðar tryggingar og sterkur sjúkrasjóður eru mikilvægt

öryggisnet fyrir félagsfólk.


"Brú er öflugt stéttarfélag sem veitir félögum sínum góða þjónustu og mikilvægt öryggisnet.


Því miður hefur borið á að stofnuð séu svokölluð gul verkalýðsfélög sem veita litla sem enga þjónustu og takmarkaðar tryggingar.

Þessi þróun er varhugaverð.

 

Hag launþega er best borgið í alvöru verkalýðsfélagi sem veitir fulla þjónustu."

Sigurður Haukur Harðarson.

Formaður BRÚAR

ÖFLUGT FÉLAGSSTARF SÍÐAN 1919

BRÚ félag stjórnenda á sér langa og farsæla sögu. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1919 þegar Verkstjórafélag Reykjavíkur var stofnað.
Fyrstu áratugina sinnti félagið hagsmunabaráttu verkstjóra en þegar leið á 20 öldina var félagið opnað fyrir aðra stjórnendur og nafni þess breytt í BRÚ félag stjórnenda. Fyrir utan hagsmunabaráttu og aðstoð við félagsmenn hafa orlofsmál alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins.

Árið 2021 voru sumarhúsin orðin 5 auk tveggja hjólhýsa.

Fræðsla og símenntun hafa löngum einkennt starf félagsins enda er stefna félagsins að auka hæfni og þekkingu félaganna. Félagið er aðili að stjórnendanáminu við Háskóla Akureyrar, sem er 100% fjarnám. Félagið hefur alla tíð staðið fyrir skemmtunum fyrir félagsmenn og hefur jólaball félagsins verið haldið á hverju ári allt frá 1919. 100 ára afmælishátíð félagsins var haldin í Háskólabíó með stórtónleikum að viðstöddum fjölda félaga.

Framtíð Brúar er björt, stefna hefur verið mörkuð til að starfið verði enn þá öflugra og betra í framtíðinni.

Share by: