Velkomin í Brú
Stéttarfélag fyrir stjórnendur, millistjórnendur og aðra í ábyrgðarstöðum
 
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Efst á baugi:
  
  Eldri fréttir 
 
  
 
Brú á 8 orlofshús
Jafnframt hafa félagar í Brú aðgang að 8 öðrum orlofshúsum og 12 íbúðum hjá hinum aðildafélögum innan STF
Fylgstu með á Instagram
Þann 25. september bauð félagið upp á fyrirlestur um lífeyrismál með fjármálaráðgjafanum Birni Berg fyrir félagsfólk Brúar og maka. Þetta var annar fyrirlesturinn á árinu sem félagið stendur fyrir um lífeyrismál, enda mikilvægt að huga að þeim málum óháð því hve langt er til starfsloka. Boðið var upp á að sækja fyrirlesturinn bæði á staðnum og í gegnum fjarfund.
Við þökkum þeim sem sóttu fyrirlesturinn kærlega fyrir og vonum að þið hafið haft gagn og gaman af.
 
 
Skrifstofa Brúar verður lokuð frá  20. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Við opnum aftur mánudaginn 10. ágúst.
Ef upp koma vandamál í orlofshúsi skal hringja í umsjónarnúmer sem finna má í leigusamningi og á Félagavef undir eigninni.
Fyrir erindi vegna styrkja og kjara- og réttindamála er hægt að hafa samband við skrifstofu STF (lokuð 21.-25. júlí).
Við minnum á að hægt er að senda inn styrkumsóknir og bóka orlofshús á Félagavefnum.
Brýnum erindum verður svarað í tölvupósti á bfs@bfs.is
Gleðilegt sumar!
- - - - - - - -
The Brú Office will be closed for summer vacation from July 20 to August 8. We will reopen on Monday, August 10.
If any issues arise at a vacation house, please call the contact number listed in the rental agreement and on the member site under that property.
For matters concerning grants and wage rights you can contact the STF office (closed July 21–25).
You can still submit grant applications and book vacation houses through the member site.
Urgent matters will be answered via email at bfs@bfs.is
Have a great summer!
 
 
Hefð hefur skapast á sambandsþingi STF, sem haldið er annað hvert ár, að sjúkrasjóður styrkir málefni í nærumhverfi þess félags sem heldur þingið. Brú félag stjórnenda voru þinghaldarar í ár og voru Píeta Samtökin fyrir valinu. Þann 20. maí heimsóttu STF og Brú skrifstofu Píeta og afhentu Ellenu, framkvæmdastýru Píeta, styrk frá sjúkrasjóði STF💛
Píeta veitir meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Hægt er að styrkja Píeta með stöku framlagi eða veita mánaðarlegan styrk: www.pieta.is
 
 
Þann 14. janúar bauð félagið upp á námskeið fyrir 50 ára og eldri um lífeyrismál og starfslok með fjármálaráðgjafanum Birni Berg fyrir félagsfólk Brúar og maka. Það var þéttsetið í salnum en um 170 manns sóttu námskeiðið. Við stefnum á halda fleiri námskeið um lífeyrismál í náinni framtíð, enda afar mikilvægt að huga vel að lífeyrismálum og undirbúa starfslok með þeim hætti sem henta hverjum og einum best.
 
 
🏡 Brú á 3 ný hús í Kerhrauni, Grímsnesi.
Öll húsin eru:
✅ með 3 svefnherbergjum
✅ svefnplássi fyrir 6 manns
✅ heitum potti
✅ vel útbúnu eldhúsi
✅ þvottavél og þurrkara 
✅ góðu grilli
✅ rúmgóðum sófa 
✅ ferðarúmi fyrir yngstu börnin
✅ ókeypis rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla (bara muna eftir hleðslusnúrunni)
✅ frísbígolfvöllur er á svæðinu
Hægt er að bóka á orlofsvef STF ➡️ https://stf.orlof.is
 
 
Umsóknir fyrir sumarúthlutun orlofshúsa , hefst þann 28. febrúar og stendur til 11. mars. Á þeim tíma hafa félagsmenn forgang í orlofshús í eigu síns félags. Greiða þarf fyrir 13. Mars.
Seinni úthlutun er 14 til 18 mars greiða þarf 19. mars.
Sumarleiga orlofshúsa er frá miðvikudegi, kl. 16:00 til miðvikudag, kl. 12:00, á tímabilinu 31. maí til 13. September.
 Sótt er um á Orlofsvefum Frímann og þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Farið er eftir punktum umsækjenda við úthlutun. https://www.orlof.is/vssi/site/apply/apply.php
Tölvupóstur verður sendur til allra umsækjenda að úthlutun lokinni. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi, fá póst með greiðsluupplýsingum. ATH greiðslutíma
 
Varðandi umsóknir fyrir maí, sendið þær á bfs@bfs.is þar sem við þurfum að raða þeim saman með viðhaldsvinnu í húsunum.
 
 
📸 Taktu mynd af brú! 
Sumarleikur fyrir félagsmenn í BRÚ og fjölskyldur þeirra. Taktu mynd af brú og settu hana inn í athugasemdir fyrir neðan þennan póst og þú ert kominn í pottinn. Hver mynd af brú er einn miði.
Þann 1. september drögum við út 3 heppna þátttakendur sem fá 30.000 Kr. gjafakort í 66N🤩
Góða skemmtun.
 
 
 
  
 










































