Ævintýri í jólaskógi og Jólagjöf Skruggu

Brú ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða upp á góða niðurgreiðslu á jólaviðburðum fyrir félaga Brúar um þessi jólin.
Viðburðirnir eru Ævintýri í jólaskógi, vasaljósaleikrit í Guðmundarlundi og Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu.
Brú tryggði sér fleiri miða en í fyrra sökum mikillar aðsóknar en biðlum þó til félaga að kaupa bara þann fjölda sem það þarf til þess að fleiri geti fengið að njóta (ath hámark 5 miðar á mann).
Hlekkir fyrir kaup á sýningunum verða sendir á virka félaga í Brú seinni partinn í október, fylgist vel með!
Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu
(fullt verð 5.500 kr., verð til félaga 2.000 kr stykkið)
Dagsetning í boði:
- 30.nóvember kl: 15:00
Hér er hægt að lesa nánar um sýninguna.
Ævintýri í jólaskógi í Guðmundarlundi
(fullt verð 3.900 kr., verð til félaga 800 kr. stykkið)
Dagsetningar í boði:
- 22.nóv (nokkrar tímasetningar í boði)
- 23.nóv (nokkrar tímasetningar í boði)
- 26.nóv (nokkrar tímasetningar í boði)
- 28.des (nokkrar tímasetningar í boði)
Hér er hægt að lesa nánar um sýninguna.
