Námskeið - Lífeyrismál og starfslok
Brú félag stjórnenda • 16. október 2024

Námskeið um lífeyrismál og starfslok


Björn Berg fjármálaráðgjafi og fyrirlesari mun halda frábært námskeið um lífeyrismál og starfslok þriðjudaginn 14.janúar 2025, frá kl: 17:00 - 20:00 fyrir félaga Brúar. Námskeiðið verður haldið á 4 hæð, Hlíðarsmára 8 í sal Læknafélags Íslands.


Um námskeiðið:
Námskeiðið hentar vel fyrir 55 ára og eldri. Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi verða á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers og eins og þar sem um mikil værðmæti er að ræða borgar sig að vanda vel til verka. Björn hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um lífeyrismál, skrifað um þau fjölda greina og verið virkur í umræðu um lífeyris- og starfslokamál um árabil. Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best.


  • Hægt er að sjá námskeiðið hér.
  • Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið verður sent í tölvupósti.
Eftir Brú félag stjórnenda 14. ágúst 2025
Mikilvægar dagsetningar vegna úthlutunar á bústöðum yfir jól og áramót 2025
Eftir Brú félag stjórnenda 15. júlí 2025
Skrifstofa Brúar verður lokuð frá 20. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Við opnum aftur mánudaginn 10. ágúst. Ef upp koma vandamál í orlofshúsi skal hringja í umsjónarnúmer sem finna má í leigusamningi og á Félagavef undir eigninni. Fyrir erindi vegna styrkja og kjara- og réttindamála er hægt að hafa samband við skrifstofu STF (lokuð 21.-25. júlí). Við minnum á að hægt er að senda inn styrkumsóknir og bóka orlofshús á Félagavefnum . Brýnum erindum verður svarað í tölvupósti á bfs@bfs.is Gleðilegt sumar! - - - - - - - -  The Brú Office will be closed for summer vacation from July 20 to August 8 . We will reopen on Monday, August 10. If any issues arise at a vacation house , please call the contact number listed in the rental agreement and on the member site under that property. For matters concerning grants and wage rights you can contact the STF office (closed July 21–25). You can still submit grant applications and book vacation houses through the member site . Urgent matters will be answered via email at bfs@bfs.is Have a great summer!