Páskaleiga
Sigurður Harðarson • 3. febrúar 2022
Sækja verður sérstaklega um páskavikuna en um hana gilda sömu reglur og um sumarleigu.
Umsóknir verða að hafa borist 5 vikum fyrir páska þ.e. 9. mars og fer úthlutun fram síðar þann sama dag.
- Greiðsla þarf að hafa borist fyrir 16. mars 2022.

Kristinn Gylfason var kosinn meðstjórnandi í stjórn Brúar á aðalfundi félagsins þann 9. apríl sl. „Ég bauð mig fram til stjórnarsetu í Brú, fyrst og fremst til að standa vörð um hagsmuni félagsfólks og þá sérstaklega vil ég tala röddu einyrkja og stjórnenda í litlum fyrirtækjum. Ég veit að það hefur gengið vel hjá stjórn Brúar en eins og allstaðar er þarft að taka inn nýja rödd reglulega. Það er hlutverk sem ég er stoltur að taka að mér. Ég vil leggja áherslur á gott samband félagsfólks við stjórn og faglega stjórnarhætti sem einkennast af virku gagnsæi,“ segir Kristinn . Við bjóðum Kristinn hjartanlega velkominn í stjórn Brúar og hlökkum til samstarfsins.