Dagný var ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Brúar á nýliðnu ári
Brú félag stjórnenda • 22. janúar 2025

Dagný framkvæmdastjóri Brúar

Stétt­ar­fé­lagið Brú, fé­lag stjórn­enda, réð til sín á nýliðnu ári nýj­an fram­kvæmda­stjóra, Dag­nýju Björk Erl­ings­dótt­ur. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu. Dagný, sem er sú fyrsta sem gegn­ir stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Brú. Hún hef­ur starfað hjá fjölda stétt­ar­fé­laga og sinnt fjöl­breytt­um störf­um inn­an þeirra síðustu ár, bæði sem kjara­mála­full­trúi, verk­efna­stjóri fræðslu­mála og sinnt or­lofs-, sjúkra- og mennta­sjóðum. Einnig hef­ur hún setið í stjórn Flug­freyju­fé­lags Íslands og sat í samn­inga­nefnd fyr­ir hönd flugliða fé­lags­ins.


Dagný er með BS-gráðu í ferðamála­fræði frá Há­skóla Íslands, D-vott­un í verk­efna­stjórn­un og er sem stend­ur í meist­ara­námi í for­ystu og stjórn­un með áherslu á mannauðsstjórn­un á Há­skól­an­um á Bif­röst. Dagný hef­ur lengi haft brenn­andi áhuga á öllu sem teng­ist fé­laga­sam­tök­um, rétt­ind­um og vel­ferð fé­lags­fólks.


Haft er eft­ir Dag­nýju að hún sé áhuga­söm fyr­ir því að vera kom­in í þetta fjöl­breytta starf hjá Brú, fé­lagi stjórn­enda. „Mark­mið mitt er að vinna að áfram­hald­andi vel­ferð fé­lags­fólks okk­ar, veita góða þjón­ustu og auka sýni­leika fé­lags­ins út á við. Þeir sem geta sótt um aðild hjá okk­ur eru stjórn­end­ur, mill­i­stjórn­end­ur og fólk í ábyrgðar­stöðum á öll­um aldri. Það verður ánægju­legt að fá að vinna áfram að upp­bygg­ingu á þessu rót­gróna og góða fé­lagi,“ er haft eft­ir Dag­nýju.


Fé­lagið er eitt af 7 aðild­ar­fé­lög­um inn­an Sam­bands stjórn­enda­fé­laga (STF) og var stofnað árið 1919. Í boði eru góðir styrk­ir bæði í sjúkra- og mennta­sjóð sem og í or­lofs­hús um land allt. Mennta­sjóður­inn veit­ir fjöl­breytt­an stuðning og niður­greiðir til dæm­is 80% af náms­gjöld­um vegna stjórn­enda­náms sem er kennt í fjar­námi hjá símennt­un Há­skól­ans á Ak­ur­eyri.


Haft er eft­ir Kjart­ani Friðriki Salómons­syni, for­manni Brú­ar, að mik­ill feng­ur sé að komu Dag­nýj­ar í fé­lagið þar sem reynsla henn­ar sé á breiðum og fag­leg­um grunni. „Hún þekk­ir hvern krók og kima starf­semi stétt­ar­fé­laga og mun vera hauk­ur í horni allra okk­ar fé­laga, “ er haft eft­ir Kjart­ani.


Fréttatilkynning á mbl.is


Eftir Brú félag stjórnenda 15. júlí 2025
Skrifstofa Brúar verður lokuð frá 20. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Við opnum aftur mánudaginn 10. ágúst. Ef upp koma vandamál í orlofshúsi skal hringja í umsjónarnúmer sem finna má í leigusamningi og á Félagavef undir eigninni. Fyrir erindi vegna styrkja og kjara- og réttindamála er hægt að hafa samband við skrifstofu STF (lokuð 21.-25. júlí). Við minnum á að hægt er að senda inn styrkumsóknir og bóka orlofshús á Félagavefnum . Brýnum erindum verður svarað í tölvupósti á bfs@bfs.is Gleðilegt sumar! - - - - - - - -  The Brú Office will be closed for summer vacation from July 20 to August 8 . We will reopen on Monday, August 10. If any issues arise at a vacation house , please call the contact number listed in the rental agreement and on the member site under that property. For matters concerning grants and wage rights you can contact the STF office (closed July 21–25). You can still submit grant applications and book vacation houses through the member site . Urgent matters will be answered via email at bfs@bfs.is Have a great summer!
Eftir Brú félag stjórnenda 30. júní 2025
41. þing STF (Sambands stjórnendafélaga) var haldið dagana 2.-3. maí sl. á Natura Berjaya hótelinu í Reykjavík. Þingið er haldið annað hvert ár og skiptast aðildarfélögin á að halda þingið með STF. Í ár vorum við þinghaldarar. Megin áhersla þingsins voru markaðsmál félaganna og að greina hvar tækifærin okkar allra liggja. Fyrir Brú og öll félögin skiptir nýliðun miklu máli og því mikilvægt að við séum sýnileg um land allt. Einnig var skoðað hvernig félögin geti stuðlað að jafnara kynjahlutfalli meðal sinna félaga. Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsséfræðingur og varamaður í stjórn Brúar, flutti frábært erindi um markaðsmál og kynnti þær breytingar sem orðið hafa á markaðsmálum Brúar síðan í haust. Einnig fóru allir þingfulltrúar í vinnustofu um markaðssmál undir handleiðslu Eyrúnar. Þökkum henni innilega fyrir alla þá frábæru vinnu sem hún lagði til þingsins.