Aðalfundur Brúar verður haldinn 9. apríl kl: 18:00

Aðalfundur Brúar félags stjórnenda verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2025
kl: 18:00 í sal Læknafélags Íslands, 4. hæð, Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Þar sem boðið er upp á veitingar á fundinum, biðjum við félaga Brúar sem hyggjast mæta á fundinn að skrá sig í HÉR.
Dagskrá 105. aðalfundar Brúar
- Fundur settur
- Kosinn fundarstjóri og tveir fundarritarar
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
- Kjör varaformanns, gjaldkera og meðstjórnanda
- Önnur mál
- Félagsgjald, nefndarlaun, stjórnarlaun o.fl.
- Félagar heiðraðir
8. Fundi slitið
Kosið verður í eftirfarandi embætti til 2ja ára:
- varaformanns
- gjaldkera
- meðstjórnanda
Virkir félagar sem vilja bjóða sig fram þurfa að tilkynna um framboð sitt með skriflegum hætti í tölvupósti á netfangið bfs@bfs.is. Einnig þarf að tilgreina hvaða embætti viðkomandi sækist eftir.
Núverandi varamaður óskar eftir kjöri í sæti meðstjórnenda sem og varaformaður og gjaldkeri sækjast eftir endurkjöri.
Hvetjum kraftmikla einstaklinga sem hafa metnað til að láta til sín taka í stéttarfélagsmálum til að bjóða sig fram. Nánari upplýsingar um hlutverk stjórnarmeðlima má lesa í lögum félagsins (kafla 8.2).
Samkvæmt lögum félagsins þurfa framboð að berast í síðasta lagi 5 dögum fyrir aðalfund.
Hlökkum til að sjá sem flesta !