Lífeyrisnámskeið fyrir fólk á öllum aldri
Brú félag stjórnenda • 30. september 2025
Námskeið um lífeyrismál
Þann 25. september bauð félagið upp á fyrirlestur um lífeyrismál með fjármálaráðgjafanum Birni Berg fyrir félagsfólk Brúar og maka. Þetta var annar fyrirlesturinn á árinu sem félagið stendur fyrir um lífeyrismál, enda mikilvægt að huga að þeim málum óháð því hve langt er til starfsloka. Boðið var upp á að sækja fyrirlesturinn bæði á staðnum og í gegnum fjarfund.
Við þökkum þeim sem sóttu fyrirlesturinn kærlega fyrir og vonum að þið hafið haft gagn og gaman af








