Lífeyrisnámskeið fyrir fólk á öllum aldri
Brú félag stjórnenda • 30. september 2025

Námskeið um lífeyrismál

Þann 25. september bauð félagið upp á fyrirlestur um lífeyrismál með fjármálaráðgjafanum Birni Berg fyrir félagsfólk Brúar og maka. Þetta var annar fyrirlesturinn á árinu sem félagið stendur fyrir um lífeyrismál, enda mikilvægt að huga að þeim málum óháð því hve langt er til starfsloka. Boðið var upp á að sækja fyrirlesturinn bæði á staðnum og í gegnum fjarfund.


Við þökkum þeim sem sóttu fyrirlesturinn kærlega fyrir og vonum að þið hafið haft gagn og gaman af

Eftir Brú félag stjórnenda 19. september 2025
Eftir Brú félag stjórnenda 16. september 2025
Kristinn Gylfason var kosinn meðstjórnandi í stjórn Brúar á aðalfundi félagsins þann 9. apríl sl. „Ég bauð mig fram til stjórnarsetu í Brú, fyrst og fremst til að standa vörð um hagsmuni félagsfólks og þá sérstaklega vil ég tala röddu einyrkja og stjórnenda í litlum fyrirtækjum. Ég veit að það hefur gengið vel hjá stjórn Brúar en eins og allstaðar er þarft að taka inn nýja rödd reglulega. Það er hlutverk sem ég er stoltur að taka að mér. Ég vil leggja áherslur á gott samband félagsfólks við stjórn og faglega stjórnarhætti sem einkennast af virku gagnsæi,“ segir Kristinn . Við bjóðum Kristinn hjartanlega velkominn í stjórn Brúar og hlökkum til samstarfsins.
Eftir Brú félag stjórnenda 14. ágúst 2025
Mikilvægar dagsetningar vegna úthlutunar á bústöðum yfir jól og áramót 2025