Sumarlokun skrifstofu Brúar
Brú félag stjórnenda • 15. júlí 2025

Skrifstofa Brúar verður lokuð frá 20. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Við opnum aftur mánudaginn 10. ágúst.


Ef upp koma vandamál í orlofshúsi skal hringja í umsjónarnúmer sem finna má í leigusamningi og á Félagavef undir eigninni.


Fyrir erindi vegna styrkja og kjara- og réttindamála er hægt að hafa samband við skrifstofu STF (lokuð 21.-25. júlí).

Við minnum á að hægt er að senda inn styrkumsóknir og bóka orlofshús á Félagavefnum.


Brýnum erindum verður svarað í tölvupósti á bfs@bfs.is


Gleðilegt sumar!


- - - - - - - -



The Brú Office will be closed for summer vacation from July 20 to August 8. We will reopen on Monday, August 10.


If any issues arise at a vacation house, please call the contact number listed in the rental agreement and on the member site under that property.


For matters concerning grants and wage rights you can contact the STF office (closed July 21–25).

You can still submit grant applications and book vacation houses through the member site.


Urgent matters will be answered via email at bfs@bfs.is

Have a great summer!


Eftir Brú félag stjórnenda 30. júní 2025
41. þing STF (Sambands stjórnendafélaga) var haldið dagana 2.-3. maí sl. á Natura Berjaya hótelinu í Reykjavík. Þingið er haldið annað hvert ár og skiptast aðildarfélögin á að halda þingið með STF. Í ár vorum við þinghaldarar. Megin áhersla þingsins voru markaðsmál félaganna og að greina hvar tækifærin okkar allra liggja. Fyrir Brú og öll félögin skiptir nýliðun miklu máli og því mikilvægt að við séum sýnileg um land allt. Einnig var skoðað hvernig félögin geti stuðlað að jafnara kynjahlutfalli meðal sinna félaga. Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsséfræðingur og varamaður í stjórn Brúar, flutti frábært erindi um markaðsmál og kynnti þær breytingar sem orðið hafa á markaðsmálum Brúar síðan í haust. Einnig fóru allir þingfulltrúar í vinnustofu um markaðssmál undir handleiðslu Eyrúnar. Þökkum henni innilega fyrir alla þá frábæru vinnu sem hún lagði til þingsins. 
Eftir Brú félag stjórnenda 21. maí 2025
Sjúkrasjóður STF styrkir Píeta samtökin