41. sambandsþing STF
Brú félag stjórnenda • 30. júní 2025

41. þing STF (Sambands stjórnendafélaga) var haldið dagana 2.-3. maí sl. á Natura Berjaya hótelinu í Reykjavík. Þingið er haldið annað hvert ár og skiptast aðildarfélögin á að halda þingið með STF. Í ár vorum við þinghaldarar.


Megin áhersla þingsins voru markaðsmál félaganna og að greina hvar tækifærin okkar allra liggja. Fyrir Brú og öll félögin skiptir nýliðun miklu máli og því mikilvægt að við séum sýnileg um land allt. Einnig var skoðað hvernig félögin geti stuðlað að jafnara kynjahlutfalli meðal sinna félaga.


Eyrún Huld Harðardóttir, markaðsséfræðingur og varamaður í stjórn Brúar, flutti frábært erindi um markaðsmál og kynnti þær breytingar sem orðið hafa á markaðsmálum Brúar síðan í haust. Einnig fóru allir þingfulltrúar í vinnustofu um markaðssmál undir handleiðslu Eyrúnar. Þökkum henni innilega fyrir alla þá frábæru vinnu sem hún lagði til þingsins.

Eftir Brú félag stjórnenda 19. september 2025
Eftir Brú félag stjórnenda 16. september 2025
Kristinn Gylfason var kosinn meðstjórnandi í stjórn Brúar á aðalfundi félagsins þann 9. apríl sl. „Ég bauð mig fram til stjórnarsetu í Brú, fyrst og fremst til að standa vörð um hagsmuni félagsfólks og þá sérstaklega vil ég tala röddu einyrkja og stjórnenda í litlum fyrirtækjum. Ég veit að það hefur gengið vel hjá stjórn Brúar en eins og allstaðar er þarft að taka inn nýja rödd reglulega. Það er hlutverk sem ég er stoltur að taka að mér. Ég vil leggja áherslur á gott samband félagsfólks við stjórn og faglega stjórnarhætti sem einkennast af virku gagnsæi,“ segir Kristinn . Við bjóðum Kristinn hjartanlega velkominn í stjórn Brúar og hlökkum til samstarfsins.